Fara í efni

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarforstjóra

Fréttir

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir hjúkrunarforstjóra til starfa haustið 2020.

 

Ákveðinn sveigjanleiki er á vinnutíma og þarf að vera möguleiki á að sinna bakvöktum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.

 

Á Nausti er rými fyrir 14 íbúar. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt.

Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta-, samstarfs- og skipulagshæfni og hafa gaman af því að umgangast eldra fólk.

Gerð er krafa um heiðarleika, dugnað, stundvísi og góða framkomu. Íslenskukunnátta er nauðsynleg.

 

Nánari upplýsingar gefur Sólrún Arney Siggeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 468-1322 eða á netfangið naust@langanesbyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 4. ágúst nk. Umsóknir sendist á: á netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is

 

Við hlökkum til að heyra frá þér!