Fara í efni

Hátíðarhöld

Íþróttir
17 júní 2007Að kvöldi 16.júní var slegið upp fjölskyldugrilli við íþróttamiðstöðina Verið. Veðrið var eins og best verður á kosið, sólin skein og smá gola lék við rjóðar kinnar grillaranna.  

17 júní 2007
Að kvöldi 16.júní var slegið upp fjölskyldugrilli við íþróttamiðstöðina Verið. Veðrið var eins og best verður á kosið, sólin skein og smá gola lék við rjóðar kinnar grillaranna.  

Á sunnudeginum 17 júní var efnt til skrúðgöngu. Labbað var frá ristarhliði að Þórsveri þar sem fjallkonan tók á móti fólkinu. Fjallkonan að þessu sinni var Vilborg Anna Jóhannesdóttir. Þátttaka í skrúðgöngu var fremur dræm en íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps fjölmenntu á styrktarsamkomu fyrir Völu Örvarsdóttur sem haldin var í Þórsveri eftir skrúðgönguna