Fara í efni

Hálendisvaktin

Fréttir

Hálendisvakt björgunarsveita mun fara fram í sumar. Bjsv Hafliða hefur fengið úthlutað vikunni 27. júní-4. júlí norðan Vatnajökuls (Dreka).
Björgunarsveitir skiptast á, viku í senn á fjórum stöðum: norðan Vatnajökuls, að Fjallabaki, á Sprengisandi auk Skaftafells. Verkefnin eru fjölbreytt en ganga almennt út á slysavarnir, að vera til taks og stytta viðbragð sem ella þyrfti að koma úr byggð.
Stjórn Hafliða hvetur félaga til að taka vikuna frá og skrá sig í þetta verkefni.
Til að geta skipulagt þessa ferð í tíma þá óskar stjórn eftir því að áhugasamir skrái sig fyrir 1. júní nk. hjá formanni sveitarinnar í síma 8476992.
-Þú þarft að vera orðin 18 ára.
-Þú þarft að vera félagi í Hafliða og á útkallsskrá.
-Skráning er hjá formanni sveitarinnar.