Fara í efni

Grunnskólinn á Þórshöfn flaggar Grænfánanum í fyrsta skipti.

Fréttir

Grunnskólinn á Þórshöfn náði þeim árangri að flagga Grænfánanum í fyrsta skipti þann 29.maí. Skólinn hefur verið á grænni grein í nokkur ár og núna í vetur hefur verið starfandi umhverfisnefnd og unnið markvisst eftir skrefunum sjö í átt að vottun grænfánans. Allir nemendur og starfsmenn skólans hafa komið að þessari vinnu og í vor var kosið lýðræðislega um einkunnarorð skólans. "Rusli í fötu, en ekki á götu" bar sigur úr býtum og er yfirskrift umhverfissáttmála sem allir hafa skrifað undir. 

Umhverfisnefnd leikskólans Barnabóls afhenti umhverfisnefnd skólans fánann við hátíðlega athöfn og svo fóru allir nemendur, starfsmenn og aðrir gestir í leiki á sparkvellinum í góða veðrinu. Til hamingju öll með viðurkenninguna.