Fara í efni

Grásleppubátar flykkjast í Breiðafjörðinn

Tónleikar
22.5.2009 ,,Það eru grásleppunet um allt hérna alveg frá Grundarfirði og inn úr og að Barðaströndinni. Bóndinn í Flatey sagðist ekki hafa gert annað í dag en að fylgjast með bátum, ætli þetta séu ekki

22.5.2009
,,Það eru grásleppunet um allt hérna alveg frá Grundarfirði og inn úr og að Barðaströndinni.

Bóndinn í Flatey sagðist ekki hafa gert annað í dag en að fylgjast með bátum,
ætli þetta séu ekki um 25 til 30 bátar, sagði Jóhann Kúld á Írisi SH í samtali við
Skessuhorn á miðvikudaginn var.
Jóhann og Þröstur Auðunsson gera út á grásleppu frá Stykkishólmi, eins og hátt í 30 aðrir,
og voru á miðvikudaginn að koma frá því að leggja netin. Þeir félagar segja að kjarninn í þessum grásleppuveiðum frá Stykkishólmi séu 10-15 bátar en svo þegar gott verð fáist fyrir hrognin þá
fjölgi mikið og bátar komi alls staðar að.
 Menn töluðu um Löduvertíðir hér áður þegar þeir gátu keypt sér Lödu fyrir hrognapeningana og svo þegar betra verð fékkst
fyrir hrognin þá voru það Monsuvertíðir. Það vantar hrogn á markaðinn núna og þá njótum við góðs af því hérna því vertíðin
byrjar síðast hér. Það er jafnvel búist við að það fáist upp undir 120 þúsund krónur fyrir tunnuna núna, en í fyrra fengust 47
þúsund fyrir tunnuna og fór niður í 32 þúsund árið áður, segja þeir félagar í samtali við Skessuhorn.