Fara í efni

Grásleppan kominn í fullan gang

Tónleikar
17 mars 2009Grásleppukarlar á Bakkafirði eru flestir ef ekki allir komir á stjá út af grásleppunni og lögðu sumir bátar þann 10.mars.Þar á meðal Var Oddur V Jóhannsson Skipstjóri á Á Ns 191. Hann er b17 mars 2009
Grásleppukarlar á Bakkafirði eru flestir ef ekki allir komir á stjá út af grásleppunni og lögðu sumir bátar þann 10.mars.
Þar á meðal Var Oddur V Jóhannsson Skipstjóri á Á Ns 191. Hann er búin að vitja netana og eftir fyrsta hringinn þá komu á land 1200kg  sem er nokkuð gott svona í byrjun vertíðar.

Vefstjóri hafði samband við Odd og var hann þá að draga 4 nátta og voru að meðaltali 60-80 stk í trossu. Sagði hann að bátarnir streymdu nú á miðin til að ná plássi á bestu stöðunum.

Jóhann Árnason hjá Toppfiski tjáði vefnum að mikið líf væri komið í Þorpið á Bakkafirði þessa dagana, því trillukarlarnir væru í óða önn að koma bátum sínum í stand fyrir vertíðina og má með sanni segja að fyrsti vorboðinn fyrir austan séu einmitt grásleppukarlarnir.