Fara í efni

Göngur og réttir – orðsending til allra landeigenda í Langanesbyggð.

Fréttir

Hér fyrir neðan er tillaga að dögum fyrir göngur og réttir. Verið er að leggja lokahönd á gangnaseðil og gangnaforingjar munu raða niður mannskap fyrir hverja leit. Þeir bændur sem ekki eru með búfé eða eigendur eyðijarða í Langanesbyggð eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi gangnaforingja ef þeir vilja bjóða fram krafta sína í leitir eða hafa hug á því. Það er á hinn bóginn alfarið í höndum hvers gangnaforingja, hverja þeir velja til leitar á sínum svæðum.

Athugið að fjallskilagjald, byggt á landverði, er lagt á allar jarðir í Langanesbyggð hvort sem þær eru í ábúð eða ekki og hvort sem búfjárhald er á jörðum eða ekki.

Í næstu viku verður endanlegur gagnaseðill sendur eigendum bújarða í Langanesbyggð ásamt útreikningi á smalakostnaði að frádreginni þeirri vinnu sem bændur leggja fram.

RÉTTARDAGAR 2021

Miðfjarðarrétt  -  föstudagur 17. september
Miðfjarðarnessrétt -  mánudagur 6. september
Ósrétt - mánudagur 6. og sunnudagur 12 september
Hallgilstaðarrétt - þriðjudagur 7. og mánudagur 13. september

LEITARSVÆÐI OG LEITARDAGAR
Vesturheiði - Tunguselsheiði - 3. 4. og 5. september
Austurheiði - Tunguselsheiði - 3. 4. og 5. september
Kverkártunga - 3. 4. og 5 september
Sauðbæjarheiði - 5.sep
Miðfjarðarheiði - 16. og 17. september
Þorvaldsstaðaháls / Hágangnurð - 14.sep
Staðarheiði - 18.sep
Bakkaheiði í samráði við Strandhöfn - 12.sep
Fellsheiði - 12.sep
Fagranes - óákveðið
Fontur - 3.sep
Gunnólfsvíkurfjall / Skammdalur og Fossdalur - 10.sep
Heiðarfjall, rekstrar og fjöll norðan þverár - 5.sep
Útnes - 4.sep
Hvannstaðaland - 10.sep
Norðan Brekknaheiðar - 11.sep
Brekknaheiði - 12.sep
Forsmölun heiðarmóta tengt öðrum göngum í samráði við Þistla og Vopnafjörð (Strandhöfn)

LEITARSVÆÐI OG GANGNAFORINGJAR
Gunnólfsvíkurfjall / Skamm og Fossdalur   -  Reimar Sigurjónsson 824-1696
Fagranes  -  Sverrir Möller 848-3010
Fontur  -  Ágúst Marinó Ágústsson 891-9266
Útnes  -  Ágúst Marinó Ágústsson 891-9266
Heiðarfjall, rekstrar og fjöll norðan Þverár  -  Sverrir Möller 848-3010
Hvannstaðaland  -  Sverrir Möller 848-3010
Norðan Brekknaheiðar  -  Ágúst Marinó Ágústsson 891-9266
Brekknaheiði  -  Kristján Indriðason 898-2903
Fellsheiði  -  Reimar Sigurjónsson 824-1696
Vesturheiði / Tunguselsheiði  -  Ævar Rafn Marinósson 866-6465
Austurheiði / Tunguselsheiði   -  Jóhannes Ingi Árnason 892-1439
Kverkártunga  -  Maríus Snær Halldórsson 864-0761
Forsmölun heiðarmóta í samráði   -   Jóhannes Ingi Árnason 892-1439
Saurbæjarheiði   -   Reimar Sigurjónsson 824-1696
Miðfjarðarheiði   -   Eggert Stefánsson 863-5199
Þorvaldsstaðaháls / Hágangnaurð   -   Halldór Halldórsson 468-1192