Fara í efni

Göngum í skólann!

Fréttir
Göngum í skólann er verkefni á vegum ÍSÍ sem hefur það að markmiði að auka hreyfingu barna og unglinga ásamt og að minna alla á það hversu mikilvægur virkur ferðamáti er.

Göngum í skólann er verkefni á vegum ÍSÍ sem hefur það að markmiði að auka hreyfingu barna og unglinga ásamt og að minna alla á það hversu mikilvægur virkur ferðamáti er. Lámarks hreyfin á dag er ekki undir 30 mínútum og munar um minna en eins og við vitum hefur skjánoktun nemenda aukist og um leið hreyfng minnkað. Grunnskólinn ætlar að taka þátt í þessu verkefni í ár og er þetta liður í því að Langanesbyggð gerðist heilsueflandi samfélag sl. vor. 

Svona fer verkefnið fram hjá okkur:

  • Við hefjum verkefnið frá og með miðvikudeginum 5. sept. nk. og því líkur föstudaginn 28. sept. Á þessu tímabili koma allir gangandi eða hjólandi í skólann (ekki á vélhjólum).
  • Hver nemandi fær útprentað þetta dagatal til að fylla úr í (stimpill) fyrir þá daga sem þau koma gangandi í skólann. Umsjónarkennarar sjá um að nemendur fylli þetta út. Dagatölin verða sýnileg upp á vegg í skólastofum.
  • Þeir nemendur sem eiga heima fyrir ofan félagsheimili þurfa að fara út í fríminútur og ganga í 5 mín. til að geta fengið stimpil. Þetta er gert svo það sé svipað langt fyrir alla að ganga í skólann.
  • Skólabíllinn hleypir nemendum út við Langanesveg 2 (Fánasmiðjuna eða Jónsabúð) og nemendur ganga þaðan.
  • Starfsfólk tekur einnig þátt. Þeir sem þurfa að koma á bílum leggja við Langanesveg 2 (Fánasmiðjuna/Jónsabúð). Kennarar fá einnig dagatal.
  • Umsjónarkennarar taka frá einhvern tíma til umræðu inn í bekk um mikilvægi hreyfingar og virks ferðamátar. 
  • Íþróttakennsla verður tvinnuð inn í verkefnið með einum eða öðrum hætti.
  • Stefnt verður að því að löggan hitti bekkjareiningar á tímabilinu.
  • Þeir nemendur sem ganga oftast í skólann á þessu tímabili fá verðlaun.

Ég hvet alla foreldra til að stuðla að þátttöku nemenda í þessu verkefni. Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafið samband.

Íþróttakveðja,

Þorsteinn Ægir Egilsson, steini@thorshafnarskoli.is 
Grunnskólinn á Þórshöfn