Fara í efni

Gleðistjörnur

Gleðistjörnurnar eru alltaf í góðu skapi og ljóma af gleði allan daginn!Þær heita:Hera Marín EinarsdóttirHlynur Andri FriðrikssonErla Rós ÓlafsdóttirHeiðmar Andri VíkingssonBirta Rún ÁsgeirsdóttirFrið



Gleðistjörnurnar eru alltaf í góðu skapi og ljóma af gleði allan daginn!


Þær heita:

Hera Marín Einarsdóttir

Hlynur Andri Friðriksson

Erla Rós Ólafsdóttir

Heiðmar Andri Víkingsson

Birta Rún Ásgeirsdóttir

Friðgeir Óli Eggertsson

Hópstjóri er Unnur Ósk Unnsteinsdóttir




Hópastarf 16. janúar, 2008.

Í dag vorum við í sal.
Við byrjuðum á því að hita okkur aðeins upp, hristum allan kroppinn og teygðum okkur í allar áttir.
Svo fórum við í alls konar leiki, Bangsi lúrir, Dýraleik, Bílaleik, Skotbolta, Stólaleik, Hvísluleik ofl.
Þetta var ótrúlega skemmtilegt og okkur var öllum svo heitt í
hamaganginum að við vorum flestöll komin á sokkabuxurnar og nærbolina:)
Hérna getið þið séð myndir af okkur í salnum.

Kveðja, Gleðistjörnur

Hópastarf 5. nóvember, 2007.


Í dag vorum við í myndmennt, okkur finnst það rosalega gaman!:)
Við héldum áfram með pappamassadollurnar okkar, nú erum við að verða búin með þær.
Við skreyttum þær með pallíettum, borðum og auðvitað uppáhaldinu okkar, glimmeri.
Þetta eru að verða hin mestu listaverk hjá okkur, eins og myndirnar bera með sér:)



Kveðja, Gleðistjörnur



Hópastarf 16. október, 2007.

Vorum í myndmennt.
Máluðum pappamassa-dollurnar okkar og gekk rosalega vel hjá okkur.
Við völdum okkur sjálf litinn sem við vildum hafa og hjálpuðum til við að blanda hann.

Eitt gullkorn úrlitablönduninni:


Unnur: Krakkar hvernig gerum við fjólubláan?
Gleðistjörnur voru auðvitað með það á hreinu! Auðvitað rauðan og bláan!
Unnur: En hverju bætum við útí til þess að fá ljósfjólubláan?
Og aftur voru þau með það á tæru... auðvitað hvítan!
Unnur: En hvað setjum við þá út í til að fá DÖKKfjólubláan?
Erla Rós: DÖKKHVÍTAN!

Við blönduðum rosalega fína liti og máluðum dollurnar okkar, og kannski aðeins á okkur sjálf!
Við æfðum okkur líka í að vera snyrtileg og reyndum að láta málninguna ekki fara út um alt,
það gekk nú bara furðu vel hjá okkur!
Þegar við vorum búin, áttum við svo mikla afgangsmálningu
að við ákváðum bara að skreyta einn gluggann í myndmenntinni.
Unnur málaði á okkur tásurnar og svo stimpluðum við þær í gluggann!
Okkur kitlaði ekkert smá mikið!!
Rosalega gaman!







Knúskveðjur, Gleðistjörnur


Hópastarf 9. október, 2007.


Við vorum í myndmennt í dag og fengum heldur betur að drullumalla!
Við bjuggum til pappamassa úr veggfóðurslími og dagblöðum og bjuggum til skálar úr því.
Flestum fannst þetta mjög spennandi og dýfðu höndunum á kaf í vaskafatið.
Öðrum fannst þetta ekki eins spennandi og sumir hreinlega hrylltu sig yfir þessu!
Enda er þetta frekar slímugt að koma við.

Allir voru þó ánægðir með skálarnar sínar og þegar þær verða þurrar ætlum við að mála þær og skreyta.

Kveðja, Gleðistjörnur