Gjafir til barna sem þurfa
			
					19.02.2018			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            
							
						Þær stöllur, Hrafngerður Ösp Elíasdóttir og Helga Jóhannesdóttir afhentu sjúkraflutningamönnum Langanesbyggðar handprjónaða
			Þær stöllur, Hrafngerður Ösp Elíasdóttir og Helga Jóhannesdóttir afhentu sjúkraflutningamönnum í Langanesbyggð 15 handprjónaða litla bangsa til að hafa í sjúkrabílnum og gefa börnum sem þurfa að sjúkraflutning af einhverjum ástæðum.
Bangsarnir voru afhentir laugardaginn 17. febrúar sl. í tilefni 1-1-2 dagsins sem frestað var um viku vegna veðurs. Á myndinni sem tekin var af tilefninu, t.v. Helga Jóhannesdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson og Þórarinn J. Þórisson sjúkraflutningamenn og Hrafngerður Ösp.
Við afhendinguna sögðu þær að í undirbúningi væri samskonar gjöf fyrir sjúkraflutningabílana á Kópaskeri og Raufarhöfn. Ennfremur að þegar og ef þessir kláruðust, yrðu gerðir fleiri.