Fara í efni

Geymsla á munum utan skilgreindra geymslusvæða

Fréttir

Sveitarstjórn hefur samþykkt breytingu á umsýslugjaldi fyrir geymslu á munum utan skilgreindra geymslusvæða. Gjaldið verður nú kr. 36.000.- á ári en var kr. 33.000.-

Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisnefndar var gerð eftirfarandi bókun:  Sveitarstjóra, skrifstofustjóra og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar er falið að koma upp skrá yfir þá sem áður höfðu stöðuleyfi en þarfnast nú sérstaks leyfis þar sem greitt er afgreiðslugjald af slíkri geymslu utandyra. Innheimt verði afgreiðslugjald samkvæmt nýjum lista. Nefndin leggur einnig til að gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði í Langanesbyggð verði endurskoðuð með tillit til ofangreinds.

Komið hefur í ljós að í einstaka tilfellum er ekki leyfi fyrir eða ekki hefur verið greitt umsýslugjald fyrir geymslu á munum utan skilgreindra geymslusvæða. Það á við eins og segir í reglum um umsýslugjald: gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smiðum sem ætlað er til flutnings eða stór samkomutjöld. Sækja þarf sérstaklega um leyfi fyrir geymslu á þessum munum ef þau eru geymd utan skilgreindra geymslusvæða til byggingafulltrúa. 

Vakin er athygli á því að ekki þarf sérstakt leyfi fyrir byggingu garðskála eða smáhýsa á einkalóðum þar sem slíkir skálar eða smáhýsi eru allt að 15m2 að stærð.