Fara í efni

Gangnaseðill 2023

Fréttir

Gangnaseðill 2023

Hér gefur að líta gangnaseðil fyrir hinar þrjár fjallskiladeildir í Langanesbyggð.
-Þistilfjarðardeild
-Langanesdeild vestari
-Langanesdeild austari

Eins og fyrra ár er bændum að mestu gert að smala það landsvæði þar sem þeir helst eiga fjárvon á og leitast hefur verið við að jafna verkum niður á þá bæði eftir óskum en þó þannig að jafnræðis sé að mestu gætt eftir fjáreign innan hvers landssvæðis þar sem þeir helst eiga fjárvon á.
Að fenginni reynslu er aðeins dregið úr gangna álagningu á nokkrum svæðum. Þar sem eftirleita fyrirkomulagið hefur reynst þolanlega.
Nú þegar göngum hefur verið jafnað niður á einstaka bændur er enn mikilvægara en ella að menn standi við skyldur sínar að mæta til gangna. Er hér því minnt á 23. gr. „Fjallskilasamþykktar fyrir svæðið austan Vaðlaheiðar að mörkum Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps“. En þar segir .
Nú vanrækir fjáreigandi að framkvæma þau gangnaskil, sem honum hafa verið gerð eða leggur ógildan mann til fjallskila, þá er það gangnarof og varðar sektum. Hefur þá gangnaforingi eða fjallskilastjóri rétt til að fá mann til að gera gangnaskil í stað þess, er gangnarof gerði, á hans kostnað. Auk þess greiði hann sekt til fjallskilasjóðs, er hálfum göngunum nemur. Sé brot ítrekað tvöfaldast sektirnar hverju sinni. Þó mega þær aldrei verða hærri en fjórfalt matsverð fjallskila þeirra sem vanrækt voru. Ekki er skylt að kæra fyrir gangnarof, ef forföll eða aðrar fullgildar málsbætur eru fyrir hendi. Sektir fyrir gangnarof renna í fjallskilasjóð.
Landbúnaðarnefnd leggur til að sekt fyrir gangnarof verið ekki undir kr 40.000- fyrir hvern dag. En óskar þess þó helst að til slíks komi ekki.
Fjallskilastjóri mun útvega menn til að smala Seljaheiði, eiga þar forgang þeir sem hæðstu fjárhæðir þurfa að greiða í fjallskilasjóð.

Þistilfjarðardeild fjáreign
Fjallalækjarsel   388
Garður  446
Gunnarsstaðir 4   433
Gunnarsstaðir 5    730
Hagaland    117
Holt     384
Hvammur 2    531
Kollavík    177
Laxárdalur   428
Svalbarð   469
Sveinungsvík    660
Syðra-Áland   448
Ytra-Áland   528
Alls 5679
 
Langanesdeildir fjáreign
Bakki 2    73
Sauðanes    579
Tungusel   723
Syðri-Brekkur 2    257
Miðfjarðarnes   303
Halldór Halldórsson   135
Guðrún Soffía   32
Hallgilsstaðir 2    626
Syðri-Brekkur 1    355
Laxárdalur   150
Gunnarsstaðir 3    186
Brúarland   162
Alls 3581

Gangnaforingjar bera ábyrgð á framkvæmd gangna, þeir boða til gangna með hæfilegum fyrirvara, meta veðurskilyrði, boða breytingar. Gæta að skepnum og mönnum. Jafnframt eru þeir réttarstjórar ef aðrir eru ekki tilgreindir.

Dagsetningar gangna eru á jöfnunarblaði sem tenglar eru á hér fyrir neðan, ódagsettar göngur, tímasetur gangnaforingi.

Réttir verða eftirtalda daga.

Garðsrétt 3. september Fjallalækjarselsrétt 3. september
Álandstungurétt 10. september Dalsrétt 9. september
Hvammsrétt 8. September Hófaskarðsrétt 4. september
Gunnarsstaðarétt 9. september- Réttarstjóri Axel Jóhannesson
Tunguselsrétt 11. september – Réttarstjóri Ævar Rafn Marinósson
Hallgilsstaðarétt 11. og 18. september - Réttarstjóri Jóhannes Ingi Árnason
Ósrétt 13. september. Miðfjarðarnesrétt 3. september
Miðfjarðarrétt 14. september
Aðrar réttir eru samdægurs og smalað er til þeirra.

Umsjón með aðkomufé og rekstrum milli rétta í Þistilfjarðardeild hafa Jóhannes á Gunnarsstöðum og Soffía í Garði. Rétt er að minna menn á að þeim er ekki ætlað að sjá um flutninga nema í tengslum við reglulega rétta og leitardaga. Auk þess eiga þeir sem aka frá sér fé, að jafnaði að gera ráð fyrir að sækja það einnig. Fé sem kemur fyrir í einstaka heimalanda smölunum eiga bændur að koma sjálfir af sér.

Jöfnunarblöð

Göngur 2023 blað 1 og 2
Göngur 2023 blað 3 til 8