Fara í efni

Fyrsti fundur ungmennaráðs

Fréttir

Fyrsti fundur nýstofnaðs ungmennaráðs var í gær. Ungmennaráð fjallar um málefni barna og unglinga í sveitarfélaginu og gefur þeim hópi rödd innan stjórnsýslunnar.
Fulltrúar ungmennaráðs eru Katrín Rúnarsdóttir, Hólmfríður Katrín Jónsdóttir, Ása Margrét Sigurðardóttir og Kristín Svala Eggertsdóttir.
Enn vantar 4 varamenn í ráðið svo ef þú ert á aldrinum 14-18 ára og hefur áhuga á að hafa áhrif í málefnum ungmenna hafðu samband við sveitarfélagið.