Fara í efni

Fyrsti íbúafundur nefndar um sameiningarmál velheppnaður

Fréttir

Fyrsti kynningarfundur nefndar um sameiningarmál fór fram í gær 11. janúar. Á fundinum fór Róbert Ragnarsson ráðgjafi nefndarinnar yfir ferlið framundan og hvernig það gengur fyrir sig þar til því lýkur með kosningum 26. mars. Úrslit þeirra kosninga ráða svo hvert framhaldið verður eftir það.  Róbert fór einnig yfir stofnun sérstaks sjóðs um jarðeignir sveitarfélagana og tillögu að samþykktum fyrir slíkan sjóð.
Jónas Egilsson sveitarstjóri fjallaði um atvinnumál og nýsköpun. Báðir svöruðu þeir spurningum frá fundarmönnum og spurningum sem komu fram á menti.is eða frá fundarmönnum sem voru á Þórshöfn, í Svalbarðsskóla eða á Bakkafirði. Ennfremur tóku nefndarmenn sem voru á fundarstöðum eða í fjarfundasambandi til máls og svöruðu spurningum. 

Tengil á upptöku frá fundinum má sjá í annarri frétt hér á síðunni. Ennfremur tengil á fundinn í kvöld sem er annar fundurinn í fundaröðinni. 

Hér eru nokkrar spurningar sem fundarmenn báru fram eða athugasemdir sem þeir komu fram með. 

 1. Varðandi sjóðinn, hverjar eru upphæðirnar í dag, þ.e. hagnaður, og í hvað fer það í dag?
 2. Með fjallskilagjalds spurningunni er ég að velta fyrir mér hvort sameinuðu sveitarfélagi sé stætt á öðru en að hafa sama gjald á kind, út frá jafnræðisreglu.
 3. Hver er meðal útsvarsupphæð per haus í Langanesbyggð annars vegar og Svalbarðshrepp hins vegar?
 4. Verður hægt að leigja aðstöðu í Landsbankahúsinu fyrir lítil fyrirtæki eða rekstur?
 5. Það væri gott að skapa tækifæri til fjarnáms á háskólastigi
 6. Úthlutun úr jarðasjóði verði að undangenginni umsókn. Annars alltaf hætta á "pólitískri" úthlutun.
 7. Hver er meðal útsvarsupphæð per haus í Langanesbyggð annars vegar og Svalbarðshrepp hins vegar?
 8. Hver er áætlaður kostnaður við sameiningarviðræður og hvernig mun kostnaðurinn skiptast á milli sveitarfélaganna?
 9. Heyrist að hugmyndir um jarðatekjurnar séu það opnar að þær nýtist hugsanlega ekki dreifbýlinu sem skildi nema að stóri bróðir (þéttbýlið) fái sinn skerf líka. Væri ekki eðlilegast að þær nýttust allar í dreifbýinu sem stendur höllum fæti .
 10. Er sameiningarnefndin búin að reikna út hvert fjallskilagjald hugsanlega verður per /kind í sameinuðu sveitarfélagi miðað við þann fjárfjölda sem er í dag í báðum hreppunum.
 11. Eiríkur spurði hvort ekki mætti setja það fé sem kemur inn af eignum beint í sveitarsjóð til að lækka t.d. útsvar eða aðrar álögur á íbúa.
 12. Þórarinn spurði um úthlutunarreglur úr sjóðnum. Af hverju mætti ekki auglýsa eftir umsóknum.
 13. Marinó spurði hvort ekki mætti teygja hugtakið brothættar byggðir að Hafralónsá þar sem byggð í sveitum Langanesbyggðar ætti undir högg að sækja. 

Þriðji og síðast fundur nefndarinnar með íbúum verður fimmtudaginn 13. janúar kl. 17:30. Þá verður fjallað um stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags og sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkinu.