Fara í efni

Fyrsti áfangi glæsilegrar aðstöðu til frjálsra íþrótta

Fréttir

Fyrsta áfanga í uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu í Langanesbyggð er lokið með tilkomu tartanbrautar fyrir spjótkast auk hringja fyrir kúluvarp og kringlukast. Verkið var unnið af fyrirtækinu Sporttæki undir handleiðslu Sigurðar Einarssonar fyrrum spjótkastara.
Ungmennafélag Langnesinga mun vígja aðstöðuna formlega á uppskeruhátíð sumarsstarfsins n.k föstudag (10. September) kl. 17:00 og eru velunnarar og aðrir áhugasamir boðnir velkomnir.