Fara í efni

Fundur um friðunarmöguleika

Fréttir Fundur

Opinn fundur verður í Þórsveri á Þórshöfn mánudaginn 21. júní nk. kl. 20 um möguleika á friðun hluta Langaness

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mætir á fundinn og flytur ávarp, Davíð Örvar Hansson frá Umhverfisstofnun og höfundur úttektar um friðunarmöguleika sem kynnt var í haust fer yfir efni hennar. Þá mun Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ greina frá kostum og göllum reynslu Snæfellinga af Snæfellsþjóðgarði. Síðan geta fundarmenn komið með spurningar til frummælenda.

Úttektina um friðlýsingarkostum á Langanesi má sjá hér.

Eins og áður sagði verður fundurinn í Þórsveri, en hann verður aðgengilegur á Teams fyrir þá sem ekki komast á fundinn. Nánari upplýsingar um tengimöguleika á streymið verður kynnt síðar. 

Hér er hægt að horfa á streymið.