Fara í efni

Fundi líklega frestað í viðræðunefnd Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps

Fréttir

Líklega verður frestað fundi um óákveðinn tíma í viðræðunefnd Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Fundurinn var áætlaður nk. mánudag. Ástæða frestunar er sú, að ráðgjafar nefndarinnar hafa ekki fengið í hendurnar ársreikninga Svalbarðshrepps og önnur nauðsynleg gögn til að gera samanburð á rekstri, afkomu og eignastöðu sveitarfélaganna. Fyrri umræða ársreikninga Svalbarðshrepps verður í lok júní nk. og sú síðari ekki fyrr um miðjan júlí. Þar af leiðandi er hætt við að ákvörðun um formlegar og bindandi viðræður, verði skotið á frest fram yfir sumarleyfi. Til stóð að nefndin gerði tillögu til sveitarstjórna beggja sveitarfélaganna um framhald viðræðna á fundinum nk. mánudag.