Fara í efni

Fríar heilsufarsmælingar!

Fréttir

Nú er lýðheilsuátakið Íþróttavika Evrópu á næsta leiti og í tilefni af því munu SÍBS og Langanesbyggð bjóða íbúum upp á fríar heilsufarsmælingar frá kl.16:30-17:30 dagana 25. og 26. ágúst.

Mælingarnar fara fram í Þórsveri og markmið þeirra er að auka meðvitund um heilbrigði og hvetja þátttakendur til að stíga skref í átt að betri heilsu! Í fyrri hluta er mældur blóðþrýstingur, púls, blóðsykur, súrefnismettun, mittismál og gripstyrkur. Síðan stendur þátttakendum til boða að svara spurningalista um heilsu og lifnaðarhætti og sjá niðurstöður sínar í nafnlausum samanburði við eigin aldurshóp og kyn.

Við hvetjum íbúa eindregið til að nýta sér þetta tækifæri!