Fara í efni

Fréttatilkynning vegna starfsloka sveitarstjóra

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur í dag, 28. febrúar 2020, fallist á ósk Elíasar Pétursson um að hann láti af störfum fyrir sveitarfélagið, þar sem hann er að hefja störf á nýjum vettvangi.

 Elías hefur verið ötull í starfi á þeim tæpum sex árum sem hann hefur starfað hjá sveitarfélaginu. Þrátt fyrir þessi skil munu opnast ný tækifæri fyrir báða aðila sem vonandi verða öllum til heilla.

 Ég vil, fyrir hönd sveitarstjórnar og íbúa í Langanesbyggð, þakka Elíasi fyrir hans störf fyrir sveitarfélagið og við íbúar og samstarfsfólk í Langanesbyggð óskum honum alls hins besta í framtíðinni.

Þorsteinn Ægir Egilsson, oddviti Langanesbyggðar