Fara í efni

Framkvæmdir hafnar við lagnavinnu á Eyrarvegi og Langanesvegi

Fréttir

Nú eru hafnar framkvæmdir við lagnavinnu á Eyrarvegi og Langanesvegi. Verkinu er skipt í eftirfarandi áfanga:

1. Eyravegur lokaður í báðar áttir. Hjáleið af Fjarðarvegi að höfninni um Hafnarveg. 
2. Neðsta hluta Langanesvegar lokað í báðar áttir. Hjáleið á bak við Langanesveg 1. Við þverun Fjarðarvegar er hjáleið af Fjarðarvegi um hafnarsvæði og Hafnarveg. Hjáleið um Hálsveg/Miðholt og Bakkaveg.
3. Langanesvegi frá Miðholti niður að áfangaskilum lokað í báðar áttir. Hjáleið um Bakkaveg og Miðholt - Hálsveg.
4. Langanesvegi frá Austurvegi niður að áfangaskilum lokað í báðar áttir. Hjáleið um Bakkaveg og Miðholt - Hálsveg. Aðkoma að Vesturvegi um helming Langanesvegar. Aðkoma að Langanesvegi 3 yfir gangstéttarhorn á Langanesvegi. Aðkoma að bílastæði við Langanesveg 8 lokuð. 
5. Langanesvegi frá Langanesvegi 11 niður að Austurvegi lokað í báðar áttir. Gerð hjáleið vestan við Langanesveg 13 - 15. Aðkoma að Austurvegi lokuð í einn dag.  

Við munum greina frá framgangi verksins eftir því sem fram vindur og upplýsa frekar um lokanir og þegar hverjum áfanga lýkur.