Fara í efni

Frá Menningarsjóði Langanesbyggðar

Fréttir
Listaverkið
Listaverkið "Fýkur yfir hæðir" eftir Ásmund Sveinsson í eigu Listasafns Reykjavíkur.

Langanesbyggð auglýsir til úthlutunar styrki fyrir menningarviðburði og/eða listviðburði í Langanesbyggð. Styrkhæf verkefni eru þau sem tilgreind eru í 4. grein reglna um Menningarsjóð Langanesbyggðar. Sjóðurinn starfar samkvæmt samþykktri Menningarstefnu Langanesbyggðar fyrir árin 2020 – 2022. Tengill á Menningarstefnuna og reglur Menningarsjóðs eru hér að neðan.

Greinargerð um verkefni sem sótt er um styrk til, skal fylgja með í umsókninni samkvæmt grein 3.5 í reglum sjóðsins. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Langanesbyggðar merkt; Menningarsjóður – styrkumsókn fyrir 17. júní n.k.

Nánari upplýsingar um styrkina veita sveitarstjóri og skrifstofustjóri Langanesbyggðar í síma 468 1220 eða á langanesbyggd@langanesbyggd.is

Menningarsjóður Langanesbyggðar
Menningarstefna Langanesbyggðar