Fara í efni

Frá brunavörnum Langanesbyggðar - Yfirförum allar brunavarnir !

Fréttir

Kæru íbúar Langanesbyggðar 

Nú fer að líða að jólum og þá er lag að yfirfara brunavarnirnar á heimilum okkar, því þar eru jú mestu verðmæti landsins, þ.e.a.s. börnin okkar og við sjálf.

Hér eru svo nokkrir punktar sem við þurfum að yfirfara:
· REYKSKYNJARI Í LAGI!!!
· REYKSKYNJARI Í LAGI!!!
· Skipta um rafhlöður í öllum reykskynjurum á hverju ári.
· Endurnýja reykskynjara á 10 ára fresti.
· Prófa alla reykskynjara, tvisvar á ári
· Hafa slökkvitæki sem næst útihurð á áberandi stað
· Minnst 9 lítra léttvatnstæki eða 6 kg dufttæki.
· Eldvarnarteppi í öll eldhús. Skoða teppin árlega.
· Flóttaleiðir gera áætlun um hvernig við yfirgefum húsið.
· Hafa tvær flóttaleiðir.
· Allir þekki áætluna og hvernig skuli bregðast við.
· Vera búin að ákveða stað til að hittast á.
· Við bruna hringja í 112 og yfirgefa Húsnæði.
· Ekki fara aftur inn í brennandi hús.

Að lokum viljum við óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Slökkvilið Langanesbyggðar