Fara í efni

Breytt dagskrá Bjsv. Hafliða yfir jól og áramót 2021

Fréttir

Breytt dagskrá vegna sóttvarnareglna

Vegna nýrra sóttvarnareglna sem tóku gildi 21. desember sl. verður ekki jóletréskemmtun né kakó á Þorláksmessu. Jólakortamótaka verður í Hafliðabúð á sínum stað og fáum við aðstoð jólasveinanna til að koma jólapóstinum í hús á aðfangadag.

Ekki hefur verið tekin ákvörðum um að fresta átamótabrennum eða flugeldasýningu en ákvörðun verður tekin milli hátíða.

Jólakveðja
Stjórn Bjsv. Hafliða

Dagskrá eins og hún var fyrirhuguð

Fréttir af sveitinni

· Gerður hefur verið þjónustusamningur við Verkstæði Hjartar. Samningurinn snýr að viðhaldi bíla og tækja í sveitinni.
· Sveitin tók þátt í þjónustuverkefni fyrir Space Iceland í sumar. Verkefnið snérist um flutning á fjarskiptasendum og öðrum búnaði út á Langanes.
· Ísfélag Vestmannaeyja átti 120 ára afmæli í ár og að því tilefni styrkti fyrirtækið sveitina um 3 milljónir króna í tækjakaup.
· Ákveðið var að hefja allsherjar endurbætur á Arnarbúð á Bakkafirði. Sveitin fékk styrk í verkefnið frá verkefninu „Betri Bakkafjörður“ að upphæð 2 milljónir. Framkvæmdir að utan eru að klárast og í beinu framhaldi verður farið í endurbætur að innan.
· Samstarf sveita á svæði 12 (8 sveitir) hefur aukist mikið á þessu ári. Meðal annars má nefna formannafundi, sameiginlegt viðburðardagatal á svæðinu o.fl.
· Formaður Bjsv. Hafliða Þorsteinn Ægir Egilsson var kosinn í stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á landsþingi sem haldið var í haust.
· Hluti flugslysaæfingar ISAVIA á Þórshafnarvelli var haldin í haust. Vegna Covid var ákveðið að halda fyrirlestra í gegnum fjarfundarbúnað en verklegri æfingu frestað og verður haldin síðar.
· Svokallað punktakerfi fyrir félaga í sveitinni hefur verið virkjað og er markmið þess að auka þátttöku félaga í starfi.
 Sveitin tók þátt í Hálendisvaktinni sl. sumar. Þetta er í annað sinn sem sveitin tekur þátt. Vaskur hópur félaga sinnti þessari gæslu í viku tíma og hafði hópurinn aðsetur í Dreka við Öskju.

Hægt er að styrkja sveitina með frjálsum framlögum
Rn: 0179-26-481
Kt: 411281-0359



 

 

 




 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stjórn Hafliða vill minna fólk á að huga að eldvörnum og fara gætilega í kringum flugelda um hátíðarnar. Slökkvilið