Fara í efni

Forstöðumaður nýrrar þjónustumiðstöðvar

Fréttir
Forstöðumaður óskast til starfa á í nýrri þjónustumiðstöð Langanesbyggðar á Þórshöfn. Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögrandi og spennandi verkefni.

Forstöðumaður óskast til starfa á í nýrri þjónustumiðstöð Langanesbyggðar á Þórshöfn. Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að takast á við ögrandi og spennandi verkefni.

 Hlutverk forstöðumanns þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar:

  • Stýrir og ber ábyrgð á starfi þjónustumiðstöðvar og mannahaldi
  • Hefur yfirumsjón með verklegum framkvæmdum í sveitarfélaginu
  • Undirbýr fjárhagsáætlanir og þriggja ára áætlanir stofnunarinnar
  • Gerir tillögu að verkefnum, forgangsröðun og gerir kostnaðaráætlanir
  • Er yfirmaður húseigna sveitarfélagsins
  • Hefur umsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins
  • Önnur störf svo sem verkstjórn á vinnusvæðum og útivinna

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði mannvirkjagerðar æskileg
  • Góð þekking á undirbúningi verkefna og eftirfylgni
  • Skipulagsfærni og færni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli
  • Góð þekking á forritum svo sem EXCEL, WORD og Navision
  • Sjálfstæð vinnubrögð, talnaskilningur og rökfesta 

Nánari upplýsingar veitir:

Elías Pétursson, sveitarstjóri

s: 468 1220 og 892 0989 - elias@langanesbyggd.is

 Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar  2019, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

Umsókn um starfið skal senda í netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is og skal henni fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.