Fara í efni

Forsetakosningar í Langanesbyggð 2024

Fréttir

Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram laugardaginn 1. júní 2024. Rétt til að kjósa á kjörfundi hafa allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri og eru á kjörskrá. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki með mynd. Allar upplýsingar um kosningarnar eru að finna á kosningavef Stjórnarráðsins, kosning.is
Langanesbyggð er skipt niður í þrjá kjörstaði og fer kosningaréttur kjósenda á kjörstað eftir gömlu hreppaskiptingunni. Einnig geta kjósendur séð á heimasíðu Þjóðskrár, skra.is, hvaða kjörstað viðkomandi er skráður á.

Kjörstaðirnir og opnunartímar eru eftirfarandi:

Grunnskólinn á Þórshöfn
Opnunartími: 10:00 – 18:00
Grunnskólinn á Bakkafirði (gengið inn um skrifstofu Langanesbyggðar)
Opnunartími: 10:00 – 15:00
Svalbarðsskóli
Opnunartími: 10:00 – 15:00

Þó gæti kjörfundur staðið lengur á öllum kjörstöðum samanber 91. gr. kosningalaga nr. 112/2021 sem er svo hljóðandi:

"Atkvæðagreiðslu má ekki slíta fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að kjörfundur hófst og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Atkvæðagreiðslu má þó slíta er allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukkustundir ef öll kjörstjórnin og umboðsmenn eru sammála um það, enda sé hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal þó eigi slíta síðar en kl. 22 á kjördag. Þeir kjósendur, sem hafa gefið sig fram fyrir þann tíma, eiga þó rétt á að greiða atkvæði."

Yfirkjörstjórn Langanesbyggðar:
Oddur Skúlason, sími: 861-2199.
Árni Davíð Haraldsson, sími: 863-1265.
Sigríður Jóhannesdóttir, sími: 892-0515.
Aðsetur yfirkjörstjórnar er í Grunnskóla Þórshafnar.