Fara í efni

Fjölmenni á íbúafundi vegna grunnskólans

Fréttir

Fjölmenni var á íbúafundi sem sveitarstjórn Langanesbyggðar boðaði til í gær. Kynntar voru þær þrjár leiðir sem helst hafa verið til skoðunar. en þær eru:
A) Að gera við núverandi byggingu
B) Að rífa skólann og byggja á sama stað.
C) Að byggja nýjan skóla á nýjum stað. 
Sveitarstjórn fól vinnuhópi að skoða sérstaklega leið C um byggingu nýs skóla á nýjum stað á svokallaðri "skolatorfu". Það þótti vænlegasti kosturinn af þeim hópi sem skoðaði þá leið sérstaklega. Mikil óvissa er í kostnaði við hvern þann kost sem hér er talin að ofan. 

Margar athyglisverðar skoðanir komu fram á fundinum. Sterkar raddir voru uppi um að rannsaka betur ástand skólans eins og hann er í dag og fara varlega í að taka endanlega ákvörðun fyrr en það hefur verið gert. Verði sú leið farin að gera við skólann þyrfti væntanlega að byggja við hann eins og áform hafa verið uppi um um nokkurt skeið. Í dag er skólahúsnæðið rúmir 800 m2 og gera má ráð fyrir að það vanti samkvæmt rýmisþörf um 400m2 eða um 50% stækkun til að koma fyrir rýmum sem samræmast núverandi kröfum og stöðlum um skólahúsnæði. 

Næstu skref verða vætnalega að vinna frekar þær tillögu sem liggja fyrir, byggðar á þeim kostum sem settir voru upp og þeim sjónarmiðum sem komu fram á fundinum.  Þetta er stór og dýr framkvæmd hvernig sem á það er litið og vanda þarf allan undirbúning.