Fara í efni

Féttir úr starfi Björgunvarsveitarinnar Hafliða

Fréttir

Dagskrá sjómannadagsins 12. júní.

11:30-13:00 Skemmtisigling í boði sjómanna
13:00-15:00 Útileikir á hafnarsvæði fyrir unga sem aldna.
15:00-17:00 Vöfflukaffi og tækjasýning í Þórsveri
Verð: Kaffi á 2000 kr.

Frítt fyrir 6 ára og yngri

HAPPDRÆTTI

15:20 Hætt verður sölu á happdrættismiðum
16:00 Dregið í sjómannahappdrætti Hafliða í Þórsveri þar sem margir góðir vinningar verða í boði.

Verð á happdrættismiðum

1 miði 2.500 kr.
5 miðar 10.000 kr.

 Vinningaskrá:

  1. Geir ehf. - 60.000 kr. gjafakort og Nova – vinnuvettlingar.
  2. Ísfélag Vestmannaeyja - 50.000 kr. gjafabréf í 66° Norður og Nova – vinnuvettlingar.
  3. Fiskmarkaður Þórshafnar - 25.000 kr. gjafabréf í Cintamani og Berg íslensk hönnun - tvær pakkningar af eggjaservíettum.
  4. Fiskmarkaður Þórshafnar - 25.000 kr. gjafabréf í Cintamani og Sælusápur - sturtusápa og kerti.
  5. Clacier Adventure - gjafabréf í ferðir að eigin vali upp á 20.000 kr.
  6. Icecuide - gjafabréf í kajakferð í Jökulsárlóni fyrir tvo.
  7. Lyngholt/ENN EINN skálinn - Pottasett og Berg íslensk Hönnun - tvær pakkningar af eggjaservíettum.
  8. Sælusápur - sturtusápa og kerti og GG sport - gjafabréf í verslun upp á 10.000 kr.
  9. Ytra Lón - Gisting í íbúð og morgunmatur fyrir tvo.
  10. Fluguveiði - veiðileyfi að eigin vali 25.000 kr.
  11. Langanesbyggð - 3ja. mánaða kort í þreksal og Kaffi ilmur Akureyri - gjafabréf í brunch.
  12. Bjórböðin - gjafabréf fyrir tvo og Samskip - Gjafabréf fyrir tvo Dalvík-Grímsey-Dalvík.
  13. Landsbankinn - 5.000 kr. gjafakort og Hjart.is - 6.900 kr. gjafabréf í vefverslun.
  14. Kjörbúðin - Matarkarfa og Vök baths - gjafabréf
  15. Frumherji - gjafabréf í bifreiðaskoðun og Berg íslensk hönnun – tvær pakkningar af eggjaservíettum.
  16. Frumherji - gjafabréf í bifreiðaskoðun og Cave people - gjafabréf í ferð með leiðsögn um Laugarvatnshella fyrir tvo.
  17. Norðursigling - gjafabréf í hvalaskoðun fyrir tvo og Nova – spil.
  18. Gentle Giants - gjafabréf í GG Big Whale safari og puffins ferð á hraðbát.
  19. Rafeyri - 30.000 kr. gjafakort
  20. Jarðböðin við Mývatn - gjafabréf fyrir tvo, Berg íslensk hönnun - tvær pakkningar af eggjaservíettum og Samskip - Gjafabréf fyrir tvo Dalvík-Grímsey-Dalvík.
  21. Eldvarnamiðstöðin Ólafur Gíslason og CO.hf. - heimilispakki, 1 stk. 6L léttvatnstæki, 5 lítra forlife reykskynjarar, 1 hitaskynjari og 1 eldvarnarteppi.
  22. Eldvarnamiðstöðin Ólafur Gíslason og CO.hf - Bifreiðapakki, 2kg duftslökkvitæki, björgunaráhald og sjúkrataska.
  23. GPG Bakkafirði - 10.000 kr. gjafakort og 10 kg. fiskflök.
  24. Snyrtistofa Valgerðar - 5.000 kr. gjafabréf í snyrtingu og Vök baths - gjafabréf í vök fyrir tvo.
  25. Skóbúð Húsavíkur - 7.500 kr. gjafabréf í verslun og Hjart.is - 6.900 kr. gjafabréf í vefverslun.
  26. Jarðböðin Mývatni - gjafabréf fyrir tvo og Bjarg Bakkafirði – 2 kg. saltfiskur.
  27. Verkstæði Hjartar - gjafabréf í umfelgun og Berg íslensk hönnun - tvær pakkningar af eggjaservíettum.
  28. is - 6.900 kr. gjafabréf í vefverslun og Landsbankinn - 5.000 kr. gjafakort.
  29. Frumherji - bifreiðaskoðun og Kaffi ilmur Akureyri - gjafabréf í kaffi og kökusneið.
  30. Slökkvilið Þórshafnar - 6 L slökkvitæki, 1 reykskynjari og eldvarnarteppi
  31. 66°Norður - Bakpoki og Nova - spil og vettlingar.
  32. 66°Norður - Bakpoki og Berg íslensk hönnun - tvær pakkningar af eggjaservíettum.
  33. 66°Norður- Bakpoki og Strikið Akureyri - 5.000 kr. gjafabréf.
  34. Fiskmarkaðurinn veitingastaður í Reykjavík - 15.000 kr. gjafabréf.
  35. Amma mús handavinnuhús - Nýtt prjónablað og 7 dokkur af garni og Nova – vinnuvettlingar.
  36. Nova - spil, vinnuvettlingar og LED.

Aðrar fréttir úr starfinu

Aðalfundur fyrir árið 2020
Aðalfundur Hafliða var haldinn þann 23. apríl sl. í Þórsveri. Fundurinn var vel sóttur þar sem stjórn lagði fram átta tillögur sem allar voru samþykktar. Með því voru félagar að móta stefnu sveitarinnar í ákveðnum verkefnum til framtíðar. Eftir að búið var að afgreiða ársreikning, skýrslu stjórnar og tillögur var kosið í nýja stjórn. Úr stjórn gengu Tryggvi Steinn Sigfússon og Kristófer Leó Ómarsson og er þeim þakkað fyrir þeirra störf. Inn í stjórn komu Margrét Guðmundsdóttir og Árni Páll Jóhannsson. Nýja stjórn skipa þau Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Þorsteinn Vilberg Þórisson varaformaður, Karl Ásberg Steinsson gjaldkeri, Margrét Guðmundsdóttir ritari, Ólafur Björn Sveinsson, Arnar Freyr Warén og Árni Páll Jóhannesson.

Stjórnina hvetur félaga til að taka virkan þátt í starfi sveitarinnar. Allir eiga að geta fundið verkefni við sitt hæfi.

  • Sveitin fékk 2ja milljóna króna styrk úr verkefninu „Betri Bakkafjörður“ til að endurnýja Arnarbúð, húsnæði sveitarinnar á Bakkafirði. Stjórnin hefur ákveðið að setja 2 milljónir á móti styrknum. Endurnýjunin felst í að einangra og klæða og setja nýtt þak, glugga og hurðar í húsið. Áætlað er að verkið klárist fyrir lok sumars.
  • Stjórn hefur skipað Arnar Frey Warén sem húsvörð í Hafliðabúð.
  • Fjárfest var í nýju fjór- og sexhjóli í upphafi ársins. Heildarkostnaður var um 8 milljónir.
  • Gerður hefur verið nýr 3ja ára samningur við Landhelgisgæsluna um þyrluþjónustu á Þórshafnarflug. Nýr samningur er mun skilvirkari en sá eldri.
  • Stefnt er að því að innleiða nýtt punktakerfi hjá sveitinni í september nk. Markmiðið er að efla félaga í starfi, en bakvið hvern punkt er upphæð sem nýtist félögum í kaup á persónulegum búnaði.
  • Sveitin mun sinna hálendisgæslu dagana 27. júní – 4. júlí nk. Sveitin mun sinna gæslu á svæðinu norðan Vatnajökuls.
  • Félagar munu ganga í hús og vera í Kjörbúðinni í vikunni til að selja happdrættismiða. Sjómannahappadrættið er ein mikilvægasta fjáröflunin sveitarinnar ár hvert og biður stjórnin bæjarbúa að taka vel á móti sölufólki.

Þakkir til styrktaraðila, velunnara og félaga sveitarinnar.

Stjórn þakkar öllum styrktaraðilum, velunnurum og félögum fyrir stuðninginn og þeirra störf í þágu sveitarinnar.

Frjáls framlög
Kennitala: 411281-0359.
Reikningsnúmer: 0179-26-481.