Fara í efni

Farfuglarnir á förum

Íþróttir
23.september 2007Rakst á Jósef þann svissneska á tjaldstæðinu laugardaginn 22. september.  Jósef er farinn að búa sig til heimferðar og reiknar með að halda af landi brott með Norrænu í byrj

23.september 2007
Rakst á Jósef þann svissneska á tjaldstæðinu laugardaginn 22. september.  Jósef er farinn að búa sig til heimferðar og reiknar með að halda af landi brott með Norrænu í byrjun október.  Ætlar hann að dvelja hér á Þórshöfn í nokkra daga í viðbót en síðan liggur leiðin í Áland þar sem jeppinn mun hafa vetursetu.  Þennan forláta jeppa fékk Jósef hjá Skúla á Álandi og hefur hann lagt tjaldinu eftir að jeppinn góði kom til skjalanna.  Jósef stefnir að því að heimsækja okkur aftur næsta sumar og verður það þá 25. árið í röð sem hann eyðir hér á landi. 

Á hann vart orð til að lýsa ánægju sinni með land og þjóð en tekur þó fram að fremstur gæðamanna fari Skúli á Álandi sem hefur reynst honum einstaklega vel.  Líkt og sumarið heldur innreið sína hjá okkur með komu Jósefs á vorin markar brottför hans haustkomuna með formlegum hætti. Við kveðjum þetta náttúrubarn í bili og vonumst til að sjá hann aftur næsta vor.

Björn Ingimarsson