Fara í efni

Enn versnar vitund fólks um flokkun

Fréttir

Nú fer hver farmurinn  af öðrum beint i förgun úr tunnum sem eiga að innihalda aðeins pappa eða plast. Kostnaðurinn við akstur með farm sem kemur til Akureyrar í flokkun sem pappi eða plast heldur áfram í förgun á Blönduósi og við borgum margfalda þá upphæð sem við ættum að greiða fyrir flutninga.  Lesendum er að þessu sinni hlíft við þeim myndum sem við fengum frá Gámafélaginu. Hækkun sorpgjalda um 14% að þessu sinni dugar hvergi nærri til að jafna kostnað og tekjur. Líklega þurfum við að grípa til sömu ráða og í Grýtubakkahreppi þar sem sorpgjöld voru hækkuð um 40% og þá vaknaði fólk loks til vitundar um að það var að greiða fyrir slóðaskap örfárra íbúa.