Ungmennaráð í Langanesbyggð auglýsir eftir ungmennum til starfa í ungmennaráði Langanesbyggðar
04.11.2025
Fréttir
Ungmennaráð er vettvangur þar sem ungt fólk getur haft áhrif á ákvarðanir sveitarfélagsins og tekið þátt í mótun samfélagsins. Fulltrúar í ráðinu eru á aldrinum 14-25 ára.
Í ungmennaráði eru þrír fulltrúar úr grunnskóla og þrír til vara, einn fulltrúi framhaldsskóla og einn til vara og einn fulltrúi atvinnulífsins og einn til vara.
Áhugasamir senda póst á sigurbjornf@langanesbyggd.is eða heyra í Sigurbirni í síma 866-2976