Evrópska nýtnivikan
Dagana 16. - 24. nóvember næstkomandi stendur Evrópska nýtnivikan yfir en markmið átaksins er að hvetja fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.
Þema ársins er matarsóun undir slagorðinu Það er óbragð af matarsóun!
Sérstök áhersla er lögð á nýtingu afganga og eru fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir, skólar og almenningur hvött til þess að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn matarsóun með því að gefa afgöngunum gaum.
Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Reykjavíkurborg höfum útbúið einfalt kynningarefni og hugmyndir fyrir þau sem vilja taka þátt sem öllum er frjálst að nýta, sjá hér.
Við hvetjum öll sem taka þátt í Nýtnivikunni í ár að deila því með okkur á Facebook síðu Saman gegn sóun eða Instagram, með því að merkja okkur eða senda skilaboð og við deilum því áfram. Það má líka benda okkur á það sem aðrir eru að gera vel!
Hlökkum til Nýtnivikunnar með ykkur!
Bestu kveðjur, Best regards
Starfsfólk Saman gegn sóun
Svið loftslags og hringrásarhagkerfis, Department of Climate and Circular Economy