Fara í efni

Skrifað undir samning Langanesbyggðar og Þekkingarnets Þingeyinga

Fréttir
Heiðrún Óladóttir og Björn S. Lárusson
Heiðrún Óladóttir og Björn S. Lárusson

Langanesbyggð og Þekkingarnet Þingeyinga hafa skrifað undir samning um vinnu við undirbúning að myndun atvinnu- og nýsköpunarseturs að Fjarðarvegi 5 á Þórshöfn. 
Um er að ræða vinnu við þarfagreiningu, þróun og mótun starfseminnar. Að þessari vinnu kemur starfsfólk Þekkingarnetsins og starfsfólk Langanesbyggðar. Myndaður verður vinnuhópur um verkefnið sem í eiga sæti fulltrúar Langanesbyggðar, Þekkingarnetsins og fulltrúi SSNE. Styrkur fékkst úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í tengslum við sameiningu sveitarfélaganna Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps til verksins og verður hann notaður til að undirbúa verkið. 

Það voru Heiðrún Óladóttir verkefnastjóri Þekkingarnetsins á Þórshöfn og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem undirrituðu samninginn.