Fara í efni

Eldflaug Skyrora skotið frá Langanesi.

Fréttir

Skoska fyrirtækið Skyrora er á lokastigum leyfisveitinga vegna tilraunskots á Skylark Micro eldflaug fyrirtækisins frá Langanesi. Skylark Micro er tveggja þrepa eldflaug, um fjórir metrar á hæð. Tilraunaskotið er liður í áhættustýringu Skyrora áður en áætlunarflaugar fyrirtækisins, Skylark L og Skyrora XL, eru prófaðar. Skyrora hefur tryggt sér loftrýmisheimild fyrir skotinu að öllum skilyrðum uppfylltum. Fyrsti skotglugginn er frá 12. til 16. ágúst.

                              

Tilraunaskot Skylark Micro frá Langanesi er að prófa rafeinda- og samskiptabúnaður eldflaugarinnar auk æfinga á skotferlum fyrirhugaðra áætlunarskota.

Volodymyr Levykin, framkvæmdastjóri Skyrora, segir að: „áhættustýring Skyrora er ómissandi liður í skölun, fræðslu og lærdóm áður en við skjótum áætlunarflaugum okkar Skylark L og Skyrora XL. Gervallt teymið vinnur hratt og örugglega og hafa allir lagt sig heilshugar fram við að koma öðru skoti í gang. Mig langar einnig að tjá Space Iceland (Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands) og íslensku ríkisstjórninni þakkir mínar, en þau hafa veitt ómetanlegan stuðning við undirbúning væntanlegs geimskots.“

 Skyrora er leiðandi evrópskt burðarflaugarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Edinborg. Markmið fyrirtækisins er að koma til móts við hraða þróun á sviði gervihnattatækni á undanförnum árum. Skyrora byggir á gömlum grunni í bland við nýja eldflaugatækni og miklar framfarir á sviði framleiðslutækni sem gerir Skyrora kleift að framleiða burðarflaugar með hagkvæmari hætti en hingað til hefur þekkst. Skyrora stefnir á að skjóta frá Bretlandi árið 2023.