Fara í efni

Efni frá íbúafundum í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi

Fréttir

Í síðustu viku héldu sveitarstjórnir Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps þrjá íbúafundi um hin ýmsu mál sem snerta hugsanlega sameiningu þessara sveitarfélaga. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna var skipuð í desember s.l. og hefur haldið 7 bókaða fundi. Íbúafundirnir voru liður í starfi nefndarinnar og tilgangurinn að fá fram sjónarmið íbúa hvað varðar hugsanlega sameiningu. 
Á fyrsta fundinum var kynnt ferlið framundan og rætt um atvinnumál, nýsköpun og stofnun sjóðs um jarðir sveitarfélaganna. Á öðrum fundinum sem haldin var s.l. miðvikudag var fjallað um fjármál og þjónustu mögulegs sveitarfélags. Þriðji fundurinn fór svo fram s.l. fimmtudag og þar var stjórnskipulag rætt og hagmunamál gagnvart ríkinu. 
Þó nokkur fjöldi manns fylgdist með fundunum heiman frá sér á netinu en þeir voru sendir út frá skrifstofu Langanesbyggðar. Áhorfendur og þátttakendur gátu komið sama á skrifstofunni, í skólanum á Bakkafirði og í Svalbarðsskóla og fylgst með og komið með fyrirspurnir.  Mjög margar fyrirspurninr bárust í gegn um fyrirspurnarvef og beint frá fundarmönnum og var þeim svarað eftir föngum, bæði af nefndarmönnum og ráðgjöfum nefndarinnar. Ráðgjafi samstarfsnefndarinnar hefur verið Róbert Ragnarsson og starfsmenn hans en hann hefur mikla reynslu af sveitartjórnarmálum auk þess að hafa starfað sem ráðgjafi við sameiningarferli í nokkrum sveitarfélögum.  

Mánudaginn 17. janúar munu sveitarstjórir beggja sveitarfélaga halda fund kl. 17:00 þar sem samstarfsnefnd um um sameiningu sveitarfélagana mun leggja fram álit sitt og tillögu. Tillagan og umfjöllun um álit nefndarinnar þarf að fara í gegn um tvær umræður í sveitarstjórnum og er því fyrirhugaður annar fundur mánudaginn 24. janúar. Verði tillagan um hugsanlega sameiningu samþykkt í báðum sveitarstjórnum fer fram kynning á tillögu og forsendum sameiningar fyrir íbúum sveitarfélaganna og það kynningarferli tekur tvo mánuði. Því lýkur með formlegri kosningu um sameiningu ef sveitarstjórnir ákveða að fara í það ferli á fundum sínum í næstu og þarnæstu viku.

Ákveðið hefur verið að allt efni sem viðkemur hugsanlegu sameiningarferli verði aðgengilegt á heimasíðum beggja sveitarfélaga innan skamms undir sérstökum hnapp og efni mun eftir föngum einnig verða aðgengilegt á Facebook. Hér fyrir neðan eru tenglar á framsöguerindi Róberts Ragnarssonar á íbúafundunum og tengill á þær fyrirspurnir sem bárust  í gegn um fyrirspurnarvef. 

Samantekt á framsögu á íbúafundum
Fyrirspurnir og athugasemdir