Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir starfsmanni
			
					12.03.2018			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            
							
						Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir starfsmanni í afleysingar. 
			Dvalar- og hjúkrunarheimilið Naust á Þórshöfn óskar eftir starfsmanni í afleysingar. Starfið felst í umönnun aldraðra og öðrum tilfallandi störfum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða vaktavinnu.
Á Nausti eru 14 íbúar. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni og hafa gaman að því að umgangast eldra fólk. Gerð er krafa um heiðarleika, dugnað, stundvísi og góða framkomu. Íslenskukunnátta er nauðsynleg.
Nánari upplýsingar gefa Sólrún Arney Siggeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 846-3474 eða Sara Stefánsdóttir, rekstrarstjóri í síma 832-3007.