Fara í efni

Dagsetningar á fjárréttum

Fréttir

Vinnuhópur Langanesbyggðar um landbúnaðarmál kom saman til fundar í dag 15. ágúst.  Hópinn skipa Soffía Björgvinsdóttir, Árni Gunnarsson, Eggert Stefánsson, Jóhannes Ingi Árnason, Hafliði Jónsson og Ágúst Marinó Ágústsson.  Hópurinn kom sér saman um  að Eggert Stefánsson yrði formaður hópsins og tillaga var gerð um að Árni Gunnarsson yrði fjallskilastjóri.  Þá stefnir hópurinn á að koma saman aftur í vikunni til að ganga frá niðurjöfnun gangna.

Hópurinn gerði einnig að tillögu sinni að fjárréttir í sveitarfélaginu yrðu eftirtalda daga, að því leyti sem mögulegt væri.

Garðsrétt 4. september
Fjallalækjarselsrétt 4. september.
Álandstungurétt 11. september
Gunnarsstaðarétt og Dalsrétt 10. september.
Hallgilsstaðarétt 6. september
Hallgilsstaðarétt af Brekknaheiði 12. september
Ósrétt 15. september
Miðfjarðarnesrétt 5. september
Miðfjarðarrétt 16. september,