Byggingafulltrúi tekur í notkun umsóknarviðmót HMS
12.09.2025
Fréttir
Nú hefur byggingarfulltrúi Norðurþings tekið í notkun umsóknarviðmót HMS, það fellst í því að birta hlekk á umsóknarviðmótið á heimasíðu Norðurþings þar sem umsækjendur skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og skila inn byggingarleyfisumsókn, umsóknin og öll gögn skila sér til byggingarfulltrúa með tölvupósti.
Þar sem að Gaukur Hjartarsoner einnig byggingarfulltrúi fyrir Langanesbyggð viljum við hjá HMS visa á hlekk þar sem sótt er um byggingaleyfi: https://byggingarleyfi.hms.is