Fara í efni

Borgarafundur um orkumál, orkuöflun og hugsanlega friðlýsingu í Langanesbyggð

Fréttir
Þórshöfn
Þórshöfn

Starfshópur á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins efnir til borgarafundar.

Fundurinn verður í Þórsveri mánudaginn 21. ágúst kl. 16:00.  Efnið fundarins er: Orkumál og orkuöflun, hugsanleg friðlýsing og friðlýsingarkostir á Langanesi en sjálfsagt ber fleiri mál á góma á fundinum. Starfshópurinn hefur unnið að því undanfarið að finna lausnir á orkuvanda og orkuskorti í Langanesbyggð og mun skila áliti í haust.

Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um orkumál í Langanesbyggð sem brenna nú mjög á íbúum. Það er mjög áríðandi að íbúar láti í sér heyra og segi sína skoðun á málum varðandi orkumál og jafnvel fleiri mál sem hópurinn hefur hugsanlega svör við.

Starfshópur um orkumál í Langanesbyggð