Fara í efni

Bókasafnið fær gjafir

Fréttir
Bókasafnið á Þórshöfn fékk góðar bókagjafir í desember. Kristín Heimisdóttir færði safninu að gjöf áritaða jólabók sína; "Sagan af því af hverju jólasveinarnir hættu að vera vondir" þar sem ungir lesendur geta séð ýmsar hliðar á jólasveinum, fyrr og nú.
 
Kjörbúðin á Þórshöfn gaf einnig nokkrar nýútkomnar bækur og kann bókasafnið þeim Kristínu og Sóleyju í Kjörbúðinni bestu þakkir fyrir hlýhuginn.