Fara í efni

Boðað er til aukafundar sveitastjórnar

Fréttir

Aukafundur sveitarstjórnar

Boðað er til aukafundar sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, fimmtudaginn 11. ágúst 2022 og hefst fundur kl. 17:00.

Dagskrá

  1. Heiti og merki Langanesbyggðar
    1. Niðurstöður skoðanakönnunar lagðar fram.
    2. Tillaga lögð fram um að fylgja niðurstöðum könnunar
    3. Greidd atkvæði um heiti og merki
  2. Ráðningarsamningur sveitarstjóra.
  3. Samþykktir sveitarfélagsins. Fyrri umræða.
  4. Erindisbréf nefnda. 
  5.  5 mánaða uppgjör Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps lögð fram til kynningar og einnig stofnefnahagsreikningur og uppfært skuldaviðmiðunarhlutfall. 
  6. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Bréf frá Eftirlitsnefndinni lagt fram. Til upplýsingar.
  7. Fundargerð Byggðaráðs lögð fram. 
  8. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram. 
  9. Fundargerð Jarðasjóðs lögð fram.
  10. Fjarðarvegur 5 ehf. Breyting á stjórn.
  11. SSNE, samráðshópur um innviðamál. Tillaga að fulltrúa frá Langanesbyggð í samráðshóp. 
  12. Drög að ályktun frá sveitarstjórn um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi strandveiða lagt fram. 
  13. Drög að ályktun frá sveitarstjórn um frumvarp dómsmálaráðherra um sýslumenn. 
  14. Míla – beiðni um framkvæmdaleyfi á Þórshöfn vegna ljósleiðaravæðingar. 
  15. Ný lántaka. Lögð fram tillaða um beiðni um lántöku til millilangs tíma til að endurfjármagna lausafjárskuldir og til að geta fjármagnað framkvæmdir á nk misserum. 
  16. Lækjarvegur 3. Tillaga um viðhaldsfjárfestingu.
  17. Uppgjör við fv oddvita Svalbarðshrepps. 
  18. Íþróttamiðstöð. VH leggur fram tillögu um að fresta fjárfestingu í VERI á árinu 2022. 
  19. Uppsögn á samningi við Faglausn.
  20. Fuglaskoðunarskýli við Skoruvík. 
  21. Viðhaldsfjárfestingar. Minnisblað um framkvæmdir/fjárfestingar fyrir árin 2022/2023 frá Jóni Rúnari í Þjónustumiðstöð. Til upplýsingar og þrír liðir til afgreiðslu.
    1. Grunnskólinn á Þórshöfn. Tillaga um viðhaldsfjárfestingu. Ný útidyrahurð. Fjárhæð 1,0 m.kr.
    2. Vatnsveitumál. Tillaga um 2,0 m.kr fjárfestingu við viðhald vatnsbóls. Eldri skýrslur kynntar og núverandi staða kynnt. Til upplýsingar og umræðu.
    3. Hafnarskúr á Bakkafirði. Tillaga um fjárfestingu uppá 5,0 m.kr á árinu 2022.
  22. Miðholtsíbúðir. Uppgjör vegna viðhalds. 
  23. Bríet Byggingarfélag. Til upplýsingar og umræðu.

Þórshöfn, 10. ágúst 2022.
Valdimar Halldórsson,
verkefnastjóri sveitarstjórnar.