Fara í efni

Bjargnytjar 2020

Fréttir

Langanesbyggð auglýsir til umsóknar heimild til bjargnytja í Skoruvíkurbjörgum samkvæmt neðanskráðu:

Úthlutað verður heimild til svartfugls- og ritu eggjatöku á eftirtöldum svæðum:

Eggjataka: (Svartfuglsegg)

  1. *)Frá Ytri-Bjarghúsum í botn að Ystanefi ( 50 egg )
  2. Frá Ystanefsbotni að Skipagjá ( 50 egg )
  3. Frá Skipagjáshorni að Gatabás (50 egg)
  4. Eggjataka við Selhellu ( 50 egg )

 Eggjataka: Skegluegg (Rituegg)

5. Frá Gatabás  að Dalá ( 20 egg )

 *) Í samræmi við úrskurð Hæstaréttar 25.11.06 nr. 72/2006.

 Umsóknum skal skila á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn í lokuðum umslögum merkt “BJARGNYTJAR 2020” fyrir kl. 10:00 mánudaginn 4. maí 2020. Dregið verður úr umsóknum kl.12.00 sama dag að viðstöddum þeim umsækjendum sem þess óska.

 Skilyrði/reglur úthlutunar eru:

  1. Að umsækjandi eigi lögheimili í Langanesbyggð ásamt því að hafa reynslu af bjargnytjum.
  2. Að tilgreindir séu í umsókn þeir einstaklingar sem hyggjast stunda björgin ásamt umsækjanda. Aðeins ein umsókn verður tekin til greina frá hverjum hópi og/eða aðilum innan hóps.
  3. Frjálst er að sækja um öll svæði en engum einstaklingi eða hópi verður úthlutað meiru en einu svæði (nema engar umsóknir liggi fyrir vegna ákveðinna svæða). Umsækjendur skulu taka fram í umsókn sinni hvaða svæði þeir vilja helst fá og annað til vara.
  4. Vafaatriði úrskurðast af sveitarstjóra á úthlutunarfundi.
  5. Ekki er heimilt að taka svartfuglsegg á úthlutuðum svæðum eftir 31. maí.

 Sú kvöð fylgir bjargnytjum að þeir sem fá þeim úthlutað láti egg af hendi, endurgjaldslaust til eggjahátíðar í tengslum við sjómannadag á Þórshöfn.

Nánari útfærsla verður rædd við útdrátt umsókna kl. 12. mánudaginn 4 maí.