Bergildur Ösp Júlíusdóttir og Heiðar Atli Einarsson sýna afurðir sínar af vinnu við Skapandi sumarstörf
18.07.2024
Fréttir
Berghildur Ösp Júlíusdóttir og Heiðar Atli Einarsson hafa unnið að sínum verkum yfir 6 vikna tímabil og ýmsar rannsóknir og tilraunir hafa átt sér stað. Berghildur sýnir myndlistarverk, málverk og myndbönd. Heiðar Atli sýnir sitt handverk en hann hefur verið að búa til hnífa sem og axir og önnur verkfæri. Sýningin verður opnuð í Íþróttahúsinu laugardaginn 20. júlí kl. 15:00
Þetta er í annað sinn sem Skapandi sumarstörf hafa verið í boði fyrir skapandi ungt fólk á svæðinu og viljum við fagna því og þeirra verkum