Fara í efni

Auglýst er eftir bát og manni/mönnum til að sækja eldflaug

Fréttir

 Auglýst er eftir bát og manni/mönnum til að sækja eldflaug sem skotið verður frá Sauðanesi í lok júlí. Eldflaugin er 3.20m að lengd en skiptist í tvo hluta á fluginu. Þeir eru með GPS track og fljóta þannig að hvaða bátur sem getur farið rúmlega 17 km út er nægilega góður. Hlutirnir eru 6,8kg og 9,8kg og fljóta. Annar hlutinn fer 3km frá landi hinn mun falla um 17 km frá landi, fer eftir vindi.

Frekari upplýsingar veitir
Atli Þór Fanndal 
thor@spaceiceland.is