Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð Skipulagslýsing – Skóla- og Íþróttamiðstöð á Þórshöfn

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. september 2025 að kynna skipulagslýsingu vegna vinnu við heildarendurskoðun á deiliskipulagi skóla- og íþróttamiðstöðvar á Þórshöfn.

Helstu viðfangsefni deiliskipulagsins eru að taka ákvarðanir um núverandi húsnæði grunnskólans og hugsanlega uppbyggingu á reitnum. Einnig á m.a. að endurskoða staðsetningu stíga, leiksvæða, grænna svæði, bílastæða og aðkomuleiða. Við þessa endurskoðun deiliskipulagsins fellur núverandi deiliskipulag úr gildi en skipulagsmörkum er breytt lítilsháttar til að stuðla að betri aðlögun að núverandi byggð.

Skipulagsgögnin eru aðgengileg hér á heimasíðu Langanesbyggðar, á skrifstofu sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is, undir málsnúmeri 1334/2025. Skipulagsgögnin verða aðgengileg frá 26. september til og með 24. október 2025.

Óskað er eftir ábendingum og sjónarmiðum frá almenningi og umsagnaraðilum. Þeim er hægt að koma á framfæri á skipulagsgáttinni undir fyrrnefndu málsnúmeri. Einnig er hægt að senda ábendingar á Langanesbyggð, Langanesvegur 2, 680 Þórshöfn eða á netfangið bjorn.sigurdur.larusson@langanesbyggd.is -  

Ábendingar skulu vera skriflegar og merktar „Skóla- og Íþróttamiðstöð á Þórshöfn“ og skal nafn sendanda, kennitala og heimilisfang koma fram. Ábendingar verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsvinnunni en þeim verður ekki svarað með formlegum hætti.

Tengill á skipulagslýsinguna er hér: Skóla- og Íþróttamiðstöð á Þórshöfn

Björn S. Lárusson Sveitarstjóri Langanesbyggðar