Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti þann 12. nóvember 2020
að auglýsa tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis við Fjarðarveg á Þórshöfn og tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar og miðsvæðis vestan Langanesvegar á Þórshöfn
í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsdrög voru kynnt á heimasíðu Langanesbyggðar 2. september 2020 og auglýsing birt í fréttabréfinu Skeglan. Skipulagsgögn voru aðgengileg íbúum og hagsmunaaðilum á skrifstofu sveitarfélagsins og heimasíðu og var gefið tækifæri til að senda inn ábendingar um drögin til 21. september í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagstillögurnar eru til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins frá 16. nóvember og hér. nr.1  nr.2.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og merktar sendanda. Þær skulu berast í síðasta lagi 4. janúar 2021
á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn,
eða á netfangið skipulag@langanesbyggd.is.

Sveitarstjóri Langanesbyggðar