Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Fréttir

Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkti þann 1. október s.l. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hafnartanga á Bakkafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 4,2 ha svæði á tanganum á Bakkafirði en skipulagsmörk miðast við strandlengjuna og götu við Hafnargötu og Kötlunesveg. Bakkafjörður er skilgreindur sem brothætt byggð og er deiliskipulagið mikilvægur liður til að styrkja innviði samfélagsins. Viðfangsefni skipulagsins eru m.a. skilgreining á lóðarmörkum, gatna- og stígakerfi, aðkomu og umgjörð dvalarsvæða.  Skipulagstillagan verður aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins frá 6. október til 24. nóvember 2020. Tillagan verður einnig aðgengileg á hér heimasíðu Langanesbyggðar. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og merktar sendanda. Þær skulu berast í síðasta lagi 24. nóvember  á skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðarvegi 3, 680 Þórshöfn, eða á netfangið skipulag@langanesbyggd.is.

 f.h. Langanesbyggðar

  Jónas Egilsson, sveitarstjóri