Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Langanesbyggð

Fréttir
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. desember 2018 að auglýsa og leita umsagnar um eftirtaldar skipulagslýsingar í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010:

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. desember 2018 að auglýsa og leita umsagnar um eftirtaldar skipulagslýsingar í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010: 

Kirkjugarður Þórshafnarkirkju – skipulagslýsing fyrir deiliskipulag

Skipulagssvæðið er 1,3 ha opið svæði umhverfis Þórshafnar-kirkju. Þar er ekki kirkjugarður í dag en í núgildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þar verði kirkjugarður. Helstu viðfangsefni deiliskipulagsins verður meðal annars hönnun á umgjörð kirkjugarðsins, skilgreining á aðkomu, gönguleiðum og bílastæðum. Sjá má skipulagsuppdrátt hér.

Athafnasvæði á Þórshöfn – skipulagslýsing fyrir deiliskipulag

Skipulagssvæðið er 4,8 ha svæði á Holtinu norðan við byggðina á Þórshöfn. Þar er nú athafnastarfsemi við Stórholt og Háholt. Helstu viðfangsefni eru skilgreining á lóðamörkum og byggingarreitum. Á hluta skipulagssvæðisins er í gildi deiliskipulag Stórholts og Háholts frá 2005 en það fellur úr gildi með gildistöku fyrirhugaðs deiliskipulags. Þá hefur verið unnin tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis við Langholt sem aldrei öðlaðist gildi. Efnistök þeirra verða til hliðsjónar við skipulagsvinnuna. Skipulagsuppdrátt má sjá hér.

Ofantaldar skipulagslýsingar verða til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins frá miðvikudeginum 6. febrúar  til miðvikudagsins 27. febrúar 2019 og hér á heimasíðu Langanesbyggðar. Óskað er eftir ábendingum og sjónarmiðum um efni þeirra frá almenningi og umsagnaraðilum. Ábendingar skulu vera skriflegar og merktar sendanda og “Skipulagslýsing-athafnasvæði á Þórshöfn” eða “Skipulagslýsing-kirkjugarður Þórshafnarkirkju”. 

Frestur til að skila inn ábendingum er til miðvikudagsins 27. febrúar 2019 og skal þeim skilað á skrifstofu Langanesbyggðar að Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn eða á netfangið skipulag@langanesbyggd.is 

 

Sveitarstjóri Langanesbyggðar