Fara í efni

Auglýsing um deiliskipulag Hafnartanga á Bakkafirði, Langanesbyggð.

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. desember 2020 deiliskipulag fyrir Hafnartanga á Bakkafirði – áningastað við ysta haf.

Skipulagssvæðið er um 4,2 ha á tanganum á Bakkafirði. Viðfangsefni eru m.a. skilgreiningar á lóðarmörkum, aðkomu og göngustígum um svæðið. Markmið með skipulaginu er að endurheimta þá þorpsmynd sem var áður á tanganum og er deiliskipulagið mikilvægur liður til að styrkja innviði samfélagsins. Með bættri aðstöðu styrkist aðdráttarafl Bakkafjarðar og grundvöllur fyrir ferðafólk að dvelja á svæðinu. Deiliskipulagið er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 1. október 2020 (m.br. 17. desember 2020).

Á hluta skipulagssvæðisins er í gildi deiliskipulag athafnasvæðis á Bakkafirði frá 1997 sem fellur úr gildi með gildistöku nýs deiliskipulags.

Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 40., 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Þórshöfn, 10. febrúar 2021

Jónas Egilsson,
Sveitarstjóri Langanesbyggðar