Auglýsing um deiliskipulag hafnarsvæðisins á Þórshöfn, Langanesbyggð.
Deiliskipulag hafnarsvæðisins á Þórshöfn.
Tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Þórshöfn auglýsist hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Langanesbyggðar, Þórshöfn og Bakkafirði, frá kl. 8.00 til 16.00 alla virka daga frá 21. september 2007 til 19. október 2007.
Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist sveitarstjóra Langanesbyggðar eigi síðar en kl. 16.00 föstudaginn 2. nóvember 2007.
Hægt verður að nálgast uppdrátt og greinargerð á heimasíðu Langanesbyggðar http://www.langanesbyggd.is frá og með 21. september 2007.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Deiliskipulag 1Mb
Þórshöfn 21. september 2007.
Sveitarstjóri Langanesbyggðar.