Atvinnumálaráðstefnan í nóvember
26 október 2007
Hér með fylgir dagskrá atvinnumálaráðstefnunnar sem haldin verður á Þórshöfn laugardaginn 24. nóvember nk.
Búið er að breyta tímasetningu þannig að hún mun hefjast kl. 13:00 í stað kl. 10:00 eins og áður stóð til. Þannig ná bæjarbúar örugglega að vakna í tíma auk þess sem að þeir sem lengra eiga að eiga auðveldra með að sækja ráðstefnuna.
Dagskrá
Hvernig störf þurfum við? Hvernig störf viljum við? Hvernig er staðan núna og hvernig viljum við að hún þróist? Eru næg atvinnutækifæri hér? Búum við yfir góðum hugmyndum og hvernig má þá hrinda þeim í framkvæmd? Þetta eru aðeins sýnishorn af spurningum sem varpa má fram og leita svara við á ráðstefnunni
Dagskrá:
13:00 Setning.
13:10 Opnunarerindi. Iðnaðarráðherra
13:35 Smáfyrirtæki, einstaklingsrekstur. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.
14:00 Hlé
14:10 Frumkvöðlastuðningur. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.
14:30 Staða atvinnuþróunarverkefna í Langanesbyggð. Sveitarstjóri Langanesbyggðar
14:50 Umræðuhópar. Kynning á starfi vinnuhópa eftir hádegi.
15:15 Kaffihlé. Kaffi og kökur í boði Langanesbyggðar.
15:45. Umræðuhópar og hugflæði eftir starfaflokkum/greinum:
1. Ferðaþjónusta
2. Smáiðnaður/tæknigreinar/þekkingariðnaður
3. Landbúnaður/sjávarútvegur
4. Ýmis þjónusta
17:00 Ráðstefnunni frestað.
Á næstu vikum verður síðan boðað til sérstaks framhaldsfundar ráðstefnunnar þar sem niðurstöður umræðuhópanna verða kynntar og rætt um næstu skref.
Íbúar Langanesbyggðar eru eindregið hvattir til þess að láta þessa ráðstefnu ekki framhjá sér fara og mæta á staðinn.
Atvinnumálanefnd Langanesbyggðar